FH Íslandsmeistari 2008

FH-ingar fagna Íslandsmeistaratitlinum í leikslok á Fylkisvelli.
FH-ingar fagna Íslandsmeistaratitlinum í leikslok á Fylkisvelli. mbl.is/hag

 FH-ingar urðu í dag Íslandsmeistarar karla í knattspyrnu 2008 eftir 2:0 sigur á Fylki í Árbænum. Matthías Vilhjálmsson og Guðmundur Sævarsson skoruðu mörkin, sem bæði komu í síðari hálfleik. FH endaði mótið í efsta sæti með 47 stig. Næstir komu Keflvíkingar með 46 stig en þeir töpuðu 1:2 fyrir Fram. Þetta er fjórði meistaratitill FH á fimm árum og hann vannst á ótrúlegum endaspretti í deildinni.

Byrjunarlið Fylkis: Fjalar Þorgeirsson - Kristján Valdimarsson, Peter Gravesen, Ian David Jeffs, Haukur Ingi Guðnason, Andrés Már Jóhannesson, Ásgeir Örn Arnþórsson, Ingimundur Óskarsson, Halldór Hilmarsson, Valur Fannar Gíslason, Björn Orri Hermannsson.
Varamenn Fylkis: Allan Dyring, Björn Aðalsteinsson, Fannar Baldvinsson, Orri Ólafsson, Ingvar Ásmundsson, Kjartan Andri Baldvinsson.

Byrjunarlið FH: Gunnar Sigurðsson - Tommy Nielsen, Freyr Bjarnason, Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, Davíð Þór Viðarsson, Matthías Vilhjálmsson, Atli Guðnason, Guðmundur Sævarsson, Matthías Guðmundsson, Atli Viðar Björnsson, Hjörtur Logi Valgarðsson.
Varamenn FH: Daði Lárusson, Jónas Grani Garðarsson, Hákon Atli Hallfreðsson, Björn Daníel Sverrisson, Brynjar Benediktsson, Birkir Halldór Sverrisson, Viktor Örn Guðmundsson.

Hjörtur Logi Valgarðsson sækir að marki Fylkis í leiknum í …
Hjörtur Logi Valgarðsson sækir að marki Fylkis í leiknum í dag. mbl.is/hag
Fylkir 0:2 FH opna loka
90. mín. Peter Gravesen (Fylkir) fær rautt spjald Fyrir ljótt brot.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert