Blikar unnu í Eyjum og eru með sex stig

Viðar Örn Kjartansson framherji ÍBV sækir að Kára Ársælssyni og …
Viðar Örn Kjartansson framherji ÍBV sækir að Kára Ársælssyni og Ingvari Þór Kale markverði Blika í leiknum í kvöld. mbl.is/Sigfús Gunnar

Breiðablik lagði ÍBV að velli, 1:0, í fyrsta leiknum í 2. umferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, Pepsi-deildinni, sem fram fór á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í kvöld.

Breiðablik er þá komið með sex stig eftir tvo fyrstu leikina en ÍBV hefur tapað báðum sínum leikjum og á eftir að skora mark. Alfreð Finnbogason skoraði sigurmark Blika á 52. mínútu. Eyjamaðurinn Andrew Mwesigwa fékk rauða spjaldið í uppbótartíma.

Lið ÍBV: Albert Sævarsson, Arnór Ólafsson, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Andrew Mwesigwa, Matt Garner, Tonny Mawejje, Pétur Runólfsson, Andri Ólafsson, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Ajay Leight-Smith, Viðar Örn Kjartansson.
Varamenn: Chris Clements, Yngvi Borgþórsson, Bjarni Rúnar Einarsson, Augustine Nsumba, Ingi Rafn Ingibergsson, Elías Árnason, Elías Ingi Stefnisson.

Lið Breiðabliks: Ingvar Þór Kale, Árni K. Gunnarsson, Guðmann Þórisson, Kári Ársælsson, Kristinn Jónsson, Alfreð Finnbogason, Finnur Orri Margeirsson, Arnar Grétarsson, Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Olgeir Sigurgeirsson, Kristinn Steindórsson.
Varamenn: Hrafn Ingason, Haukur Baldvinsson, Elfar Freyr Helgason, Arnar Sigurðsson, Guðmundur Kristjánsson, Guðjón Gunnarsson, Sigmar Ingi Sigurðarson.

ÍBV 0:1 Breiðablik opna loka
95. mín. Leik lokið Viðbótarmínúturnar urðu fimm talsins en Blikar fagna vel og innilega í leikslok. Fyrsta tap ÍBV á Hásteinsvelli síðan í ágúst 2007. Eyjaliðið hefur nú ekki skorað í fyrstu tveimur leikjunum.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert