Logi Ólafsson: Í fótbolta eru menn ekki í ,,picknick"

Logi Ólafsson gladdist í kvöld.
Logi Ólafsson gladdist í kvöld. mbl.is/Brynjar Gauti

Logi Ólafsson þjálfari KR-inga var eðlilega ánægður með sína menn í síðari hálfleiknum gegn Breiðabliki í Pepsí deildinni í kvöld. Liðin mættust á KR-vellinum og voru Blikar 2:0 yfir í hálfleik. KR snéru blaðinu við í síðari hálfleik og skoruðu þá þrívegis, þar af tvívegis á síðustu mínútum leiksins. Auk þess brenndu þeir af vítaspyrnu í síðari hálfleik. Hvað sagði Logi eiginlega við sína menn í hálfleik?

„Þetta getur aldrei orðið bara ævintýri og gönguför. Í fótbolta þá eru menn ekki í „picknick“. Menn verða að verjast og hlaupa. Við vissum að þetta yrði erfitt og að þetta yrði eltingarleikur þar sem Blikarnir eru flinkir að halda boltanum. Við lögðum upp ákveðna varnaraðferð sem brást í fyrri hálfleik af því að menn voru ekki að verjast. Við breyttum hins vegar leikaðferðinni aðeins í síðari hálfleik. Héldum áfram að vera með tvo framherja. Höfðum þrjá menn inni á miðri miðjunni og höfðum annan kantinn bara lausan. Það skilaði sér. Við skoruðum þrjú mörk, fengum víti og fleiri færi sem við hefðum getað skorað úr. Þetta var því bara frábært að enda leikinn svona,“ sagði Logi í samtali við mbl.is í kvöld. 

Ítarlega er fjallað um leikinn í Morgunblaðinu í fyrramálið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert