Guðmundur ekki með í dag

Guðmundur Steinarsson spilar ekki með Kefkavík gegn FH.
Guðmundur Steinarsson spilar ekki með Kefkavík gegn FH. mbl.is/Kristinn

Keflvíkingar verða án sóknarmannanna sterku Guðmundar Steinarssonar, besta leikmanns síðasta Íslandsmóts, og Harðar Sveinssonar þegar þeir mæta í Kaplakrikann til að leika við Íslandsmeistara FH í Pepsideildinni í dag kl. 16.

Félagið sem Guðmundur lék með í Sviss, Vaduz, hefur enn ekki viljað staðfesta félagaskipti hans og ekki er útséð með hvenær þau ganga í gegn. Hörður er hins vegar frá vegna meiðsla næstu vikurnar.

FH-ingar verða einnig án sterkra leikmanna því markahæsti maður deildarinnar, Atli Viðar Björnsson, er meiddur en eftir segulómskoðun í gær kom í ljós að meiðslin eru ekki alvarleg og hann gæti verið klár í slaginn gegn Breiðabliki 26. júlí. Bakvörðurinn öflugi Hjörtur Logi Valgarðsson er einnig meiddur líkt og Freyr Bjarnason og Dennis Siim.

FH getur unnið tólfta leikinn í röð í deildinni og aukið forskot sitt á toppnum í 15 stig en Keflavík kemst með sigri í 2. sætið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert