Atli Jóhannsson í Stjörnuna

Bjarni Jóhannsson þjálfari Stjörnunnar og Atli Jóhannsson takast í hendur.
Bjarni Jóhannsson þjálfari Stjörnunnar og Atli Jóhannsson takast í hendur. mbl.is/Heiddi

Atli Jóhannsson, knattspyrnumaður frá Vestmannaeyjum sem hefur leikið með KR síðustu árin, gekk í dag til liðs við úrvalsdeildarlið Stjörnunnar. Hann var kynntur til sögunnar á fundi sem stendur yfir nú í hádeginu.

Atli skrifaði undir tveggja ára samning við Garðbæinga, sem jafnframt tilkynntu að þeir hefðu samið við alla þá leikmenn sem léku með þeim í sumar um að spila áfram með þeim.

Atli er 27 ára gamall miðjumaður og kom til KR frá ÍBV fyrir tímabilið 2007. Hann lék 104 leiki með Eyjamönnum í efstu deild og skoraði í þeim 11 mörk og fyrir KR hefur Atli spilað 39 leiki í deildinni og skorað 2 mörk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert