Fótboltinn 2010: KR-ingar langlíklegastir

Bjarni Guðjónsson er fyrirliði KR-inga.
Bjarni Guðjónsson er fyrirliði KR-inga. mbl.is/Eggert

„KR-ingarnir líta feikilega vel út og virðast vera með sterkasta liðið en það er alveg klárt mál að FH-ingarnir ætla ekki að gefa titilinn eftir. Svo tel ég að Willum verði við toppinn líka með Keflvíkinga og það er ekkert ólíklegt að Breiðablik blandi sér einnig í baráttuna.

Það lítur út fyrir að þessi lið séu líklegust til að landa titlinum en af þeim eru KR-ingarnir langlíklegastir,“ sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis og sérfræðingur um íslenska knattspyrnu, sem Morgunblaðið fékk til að rýna í komandi leiktíð í úrvalsdeild karla.

Keppni í deildinni hefst 10. maí þegar Íslandsmeistarar FH leika gegn Val. Þar mætast liðin sem hampað hafa Íslandsmeistaratitlinum síðustu sex ár, en þar af hafa FH-ingar unnið fimm sinnum. Ásmundur á von á að þessu skeiði ljúki nú og að Vesturbæjarstórveldið landi titlinum í 25. skiptið.

Í 32 síðna sérblaði Morgunblaðsins í dag, Fótboltinn 2010, er ítarlegt viðtal við Ásmund sem fer yfir öll tólf liðin í úrvalsdeild karla og metur möguleika þeirra á komandi tímabili.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert