„Klárlega rangur dómur“

Guðmundur Steinarsson skorar úr vítaspyrnunni gegn Fylki.
Guðmundur Steinarsson skorar úr vítaspyrnunni gegn Fylki. mbl.is/Víkurfréttir

Ólafur Þórðarson þjálfari Fylkis var ósáttur að leiknum loknum í Njarðvík þar sem Fylkir tapaði 1:2 fyrir Keflavík í Pepsí deildinni í knattspyrnu karla.

Ólafur sagði Erlend Eiríksson dómara hafa gert mistök þegar hann dæmdi vítaspyrnu á 20. mínútu. „Þetta var klárlega rangur dómur frá mínu sjónarhorni. Fjalar var kominn með hendur á boltann þegar maðurinn hleypur á hann. Það er bara engin vítaspyrna. Það er bara þannig,“ sagði Ólafur í samtali við mbl.is. 

Fylkismenn léku vel fyrstu tuttugu mínúturnar en misstu þá dampinn. „Það dugði ekki til að leika vel fram að þessu. Við eigum að geta haldið haus eftir að lenda undir og við þurfum að bæta það. Það er fullt af atriðum sem ég er ósáttur við og við héldum engan veginn haus í þessum leik. Við áttum ekkert meira skilið. Það er mikill munur á þessum leik og fyrstu tveimur. Það hlýtur að vera hausinn á mönnum, það er ekkert annað sem veldur þessu,“ sagði Ólafur við mbl.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert