Sannfærandi sigur KR á Stjörnunni

Atli Jóhannsson og Óskar Örn Hauksson berjast um boltann.
Atli Jóhannsson og Óskar Örn Hauksson berjast um boltann. mbl.is/Steinn Vignir

KR vann í kvöld öruggan 3:1 sigur á Stjörnunni á KR-velli í 14. umferð Pepsideildar karla í knattspyrnu. Stjarnan komst yfir snemma í leiknum og fagnaði því með stæl. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Kjartan Henry Finnbogason, Björgólfur Takefusa og Guðmundur Reynir Gunnarsson skoruðu mörk KR en Þorvaldur Árnason fyrir Stjörnuna.

KR: Lars Ivar Moldskred - Skúli Jón Friðgeirsson, Grétar Sigfinnur Sigurðarson, Mark Rutgers, Guðmundur Reynir Gunnarsson, Óskar Örn Hauksson, Bjarni Guðjónsson, Baldur Sigurðsson, Kjartan Henry Finnbogason, Guðjón Baldvinsson, Björgólfur Takefusa.
Varamenn: Þórður Ingason, Dofri Snorrason, Viktor Bjarki Arnarsson, Egill Jónsson, Hróar Sigurðsson, Eggert Rafn Einarsson, Jordao Diogo.

Stjarnan: Bjarni Þórður Halldórsson - Bjarki Páll Eysteinsson, Tryggvi Sveinn Bjarnason, Daníel Laxdal, Jóhann Laxdal, Björn Pálsson, Dennis Danry, Atli Jóhannsson, Víðir Þorvarðarson, Ellert Hreinsson, Þorvaldur Árnason.
Varamenn: Birgir Rafn Baldursson, Magnús Karl Pétursson, Birgir Hrafn Birgisson, Hilmar Þór Hilmarsson, Ólafur Karl Finsen, Arnar Már Björgvinsson, Hafsteinn Rúnar Helgason.

Staðan fyrir leiki kvöldsins.
Staðan fyrir leiki kvöldsins.
KR 3:1 Stjarnan opna loka
90. mín. Atli Jóhannsson (Stjarnan) á skot framhjá Vonlaust skot. Stjörnumenn hafa bara alls ekki sótt af krafti í dag.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert