FH bikarmeistari eftir stórsigur á KR

Freyr Bjarnason og Guðjón Baldvinsson í baráttunni á Laugardalsvelli í …
Freyr Bjarnason og Guðjón Baldvinsson í baráttunni á Laugardalsvelli í kvöld. mbl.is/Ómar

FH vann 4:0 sigur á KR í úrslitum VISA-bikars karla í knattspyrnu í kvöld og tryggði sér þar með sinn annan bikarmeistaratitil í sögunni. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Matthías Vilhjálmsson skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik úr vítaspyrnum sem voru býsna umdeildar en voru báðar réttilega dæmdar. Þær virtust hins vegar draga vígtennurnar úr KR-ingum sem sýndu ekki sitt rétta andlit í seinni hálfleiknum. Atli Viðar Björnsson og Atli Guðnason bættu svo við mörkum eftir leikhléið og tryggðu FH sinn annan bikarmeistaratitil á fjórum árum.

Lið FH: Gunnleifur Gunnleifsson, Guðmundur Sævarsson, Freyr Bjarnason, Tommy Nielsen, Hjörtur Logi Valgarðsson, Björn Daníel Sverrisson, Pétur Viðarsson, Matthías Vilhjálmsson, Ólafur Páll Snorrason, Atli Viðar Björnsson, Atli Guðnason.
Varamenn: Gunnar Már Guðmundsson, Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, Torger Motland, Gunnar Sigurðsson, Hafþór Þrastarson, Einar Karl Ingvarsson, Helgi Valur Pálsson.

Lið KR: Lars Ivar Moldskred, Skúli Jón Friðgeirsson, Mark Rutgers, Grétar Sigfinnur Sigurðarson, Guðmundur Reynir Gunnarsson, Kjartan Henry Finnbogason, Bjarni Guðjónsson, Baldur Sigurðsson, Óskar Örn Hauksson, Guðjón Baldvinsson, Björgólfur Takefusa.
Varamenn: Þórður Ingason, Dofri Snorrason, Viktor Bjarki Arnarson, Egill Jónsson, Gunnar Örn Jónsson, Eggert Rafn Einarsson, Jordao Diogo.

Stuðningsmenn KR í stúkunni á Laugardalsvelli í dag.
Stuðningsmenn KR í stúkunni á Laugardalsvelli í dag. mbl.is/Ómar
Stuðningsmenn FH í stúkunni á Laugardalsvelli í dag.
Stuðningsmenn FH í stúkunni á Laugardalsvelli í dag. mbl.is/Ómar
FH 4:0 KR opna loka
90. mín. Hjörtur Logi Valgarðsson (FH) fer af velli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert