Kristinn hættur að dæma fyrir KR

Kristinn Jakobsson
Kristinn Jakobsson mbl.is/Ómar Óskarsson

Kristinn Jakobsson, milliríkjadómari í knattspyrnu, gekk í dag úr röðum KR-inga og mun framvegis dæma fyrir 3. deildarfélagið KFK sem hefur aðsetur í Kópavogi.

Kristinn hefur dæmt fyrir KR frá því hann hóf feril sinn í efstu deild fyrir sautján árum en hann er Kópavogsbúi og hafði áður dæmt fyrir ÍK þar í bæ.

"Ég vildi vera algjörlega óháður í efri deildunum enda gengur það ekki að vera útilokaður frá einhverjum hluta leikja í deildinni vegna þess að maður sé skráður í eitt þeirra," sagði Kristinn við mbl.is í dag.

Kristinn fetar þar með í fótspor kunnra dómara eins og Garðars Arnar Hinrikssonar, sem dæmdi lengi fyrir Stokkseyri, og Braga Bergmanns sem dæmdi fyrir Árroðann í Eyjafirði á meðan hann var dómari í efstu deild.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert