Tillen til Selfyssinga

Joseph Tillen ásamt Óskari Sigurðssyni, formanni knattspyrnudeildarinnar, við undirritun samningsins …
Joseph Tillen ásamt Óskari Sigurðssyni, formanni knattspyrnudeildarinnar, við undirritun samningsins í morgun. www.sunnlenska.is

Enski knattspyrnumaðurinn Joseph Tillen, sem leikið hefur með Fram undanfarin ár, er genginn í raðir 1. deildarliðs Selfyssinga. Þetta kemur fram á sunnlenska.is. Tillen er 25 ára gamall og hefur leikið 63 leiki með Fram í deild og bikar og hefur í þeim skorað 10 mörk.

Tillen getur leikið bæði sem bakvörður og kantmaður vinstra megin og verður Selfoss-liðinu án efa góður liðsstyrkur en Selfyssingar stefna á að endurheimta sæti sitt í deild þeirra bestu í sumar undir stjórn Loga Ólafssonar.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert