Danskur varnarmaður í Stjörnuna

Stjörnumenn fagna marki.
Stjörnumenn fagna marki. mbl.is/Steinn Vignir

Nikolaj Hagelskjær, tvítugur varnarmaður frá Danmörku, gengur til liðs við úrvalsdeildarlið Stjörnunnar en hann kemur til Garðabæjarfélagsins sem lánsmaður frá 1. deildarliðinu Vejle.

Hagelskjær er uppalinn hjá Vejle og hefur leikið alls 8 leiki með aðalliði félagsins en samningur hans þar rennur út í lok júní.

„Ég fór þangað fyrr í vetur til að sjá aðstæðurnar og hef verið í sambandi við þá síðan. Ég fer þangað í dag og næ að æfa í eina viku áður en tímabilið hefst í byrjun maí," segir Hagelskjær við netmiðilinn bold.dk.

„Ég á von á að spila reglulega og tel mig vera að fara til þjálfara sem hefur trú á mér. Það hef ég ekki haft undanfarna sex til sjö mánuði, og mig hefur líka vantað plön til þess að þróa minn leik. Hjá Stjörnunni er reiknað með því að ég verði í byrjunarliðinu en ef ég spila eins og kartöflupoki fer ég að sjálfsögðu á bekkinn. En þeir hafa trú á mér og ég vil endurgjalda það," segir varnarmaðurinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert