Ráðum örlögunum sjálfir

Andri Ólafsson og félagar í ÍBV mæta Stjörnunni.
Andri Ólafsson og félagar í ÍBV mæta Stjörnunni. mbl.is/Víkurfréttir

Nítjánda umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu verður leikin í kvöld og það gæti dregið til tíðinda í fallbaráttunni en fari svo að Víkingar tapi fyrir Val í Fossvoginum á sama tíma og Þór nær stigi á heimavelli á móti Fylki er ljóst að Víkinga bíður keppni í 1. deildinni á næstu leiktíð.

En augu flestra beinast að titilbaráttunni þar sem ÍBV og KR heygja hörkubaráttu og líklegast er að annaðhvort þessara liði hampi titlinum í ár en FH-ingar hafa þó ekki gefist upp í baráttunni eftir sigurinn á KR-ingum um síðustu helgi.

Eyjamenn tróna á toppi deildarinnar fyrir leiki dagsins. Þeir eru stigi á undan KR-ingum, sem eiga leik til góða á móti Keflavík, og toppliðin tvö mætast á Hásteinsvelli um næstu helgi í einum af úrslitaleikjum mótsins.

Verðum að vinna alla leikina

„Okkur líður vel í efsta sætinu en við gerum grein fyrir því að við verðum að vinna alla þá leiki sem við eigum eftir til að enda mótið í toppsætinu,“ sagði Andri Ólafsson, fyrirliði ÍBV, við Morgunblaðið.

Eyjamenn sækja Stjörnuna heim á gervigrasið í Garðabænum í dag og síðan taka við leikir á móti KR og FH. KR-ingar fá Grindvíkinga í heimsókn í Frostaskjólið í kvöld og í Kaplakrika etja FH-ingar kappi við Framara sem berjast fyrir lífi sínu í deildinni.

„Við eigum þungt prógramm eftir en það er talsvert þægilegra að við getum ráðið örlögum okkar sjálfir," sagði Andri.

Nánar er rætt við Andra og fjallað um 19. umferðina í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert