Grindavík tryggði sér stig í uppbótartíma

Babacar Sarr frá Senegal er lykilmaður á miðjunni hjá Selfyssingum.
Babacar Sarr frá Senegal er lykilmaður á miðjunni hjá Selfyssingum. mbl.is/Golli

Selfoss og Grindavík skildu jöfn, 3:3, í Pepsi-deildinni í fótbolta á Selfossvelli í kvöld. Grindavík jafnaði metin með marki í uppbótartíma.

Fyrsta mark leiksins var einkar glæsilegt en það skoraði Jón Daði Böðvarsson fyrir Selfoss á 14. mínútu beint úr aukaspyrnu af 25 metra færi. Virkilega glæsilegt mark.

Eftir markið komust Grindvíkingar meira inn í leikinn og jöfnuðu metin á 27. mínútu. Það gerði Matthías Örn Friðriksson með skoti af stuttu færi eftir klafs í teignum, 1:1.

Þannig stóðu leikar í hálfleik en eftir rétt rúma mínútu í seinni hálfleik voru heimamenn komnir aftur yfir. Ólafur Karl Finsen átti þá hörkuskot fyrir utan teig sem söng í horninu, 2:1.

Stefán Ragnar Guðlaugsson bætti svo við þriðja marki heimamanna með skalla eftir hornspyrnu á 76. mínútu. Skallinn var ekki fastur og hélt Óskar Pétursson í markinu að boltinn væri að fara framhjá, 3:1, staðan.

Alexander Magnússon náði þó að minnka muninn fyrir Grindavík þremur mínútum fyrir leikslok þegar hann skoraði með skalla eftir langa aukaspyrnu inn á teiginn, 3:2.

Grindavík sótti stíft undir lokin og tókst að jafna metin þegar rúm mínúta var komin fram yfir venjulegan leiktíma. Það gerði Óli Baldur Bjarnason eftir hornspynu en Duracak gerði sig þar sekan um skógarhlaup í markinu.

Jón Daði Böðvarsson var ekki langt frá því að tryggja Selfossi ævintýralegan sigur á 94. mínútu en langskot hans small í stönginni. Lokatölur 3:3 í rosalegum leik á Selfossi.

Selfoss hefur nú 7 stig eftir fimm leiki en Grindavík er með 2 stig eftir 5 leiki.

Nánar verður fjallar um leikinn í Morgunblaðinu í fyrramálið en myndbandsviðtöl koma inn á mbl.is seinna í kvöld.

Beina textalýsingu má lesa hér að neðan.

Lið Selfoss: Ismet Duracak (M), Ivar Skjerve, Stefán Ragnar Guðlaugsson, Endre Ove Brenne, Andri Freyr Björnsson, Babaca Sarr, Robert Sandnes, Jon Andre Royrane, Ólafur Karl Finsen, Jón Daði Böðvarsson, Viðar Örn Kjartansson.
Varamenn:
Gunnar Már Hallgrímsson (M), Sigurður Eyberg Guðlaugsson, Ingólfur Þórarinsson, Moustapha Cisse, Abdoulaye Ndiyaye, Joe Tillen, Tómas  Leifsson.

Lið Grindavíkur: Óskar Pétursson (M), Matthías Örn Friðriksson, Loic Mbang Ondo, Ólafur Örn Bjarnason, Mikael Eklund, Ray Anthony Jónsson, Marko Valdimar Stefánsson, Gavin Morrison, Alexander Magnússon, Alex Freyr Hilmarsson, Tomi Ameobi.
Varamenn:
Benóný Þórhallsson (M), Páll Guðmundsson, Scott Ramsey, Björn Berg  Bryde, Óli Baldur Bjarnason, Daníel Leó Grétarsson, Jordan Eldridge.

 

Selfoss 3:3 Grindavík opna loka
90. mín. Óli Baldur Bjarnason (Grindavík) skorar +2. Ismet fer í skógarhlaup í horninu og boltinn berst inn að marki þar sem Óli Baldur stendur og kemur boltanum í netið. Svekkjandi fyrir Selfyssinga.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert