Meistarar KR slógu Blika út

Óskar Örn Hauksson með boltann í leiknum í kvöld.
Óskar Örn Hauksson með boltann í leiknum í kvöld. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Íslands- og bikarmeistarar KR eru komnir í 8 liða úrslit Borgunarbikarsins í knattspyrnu karla eftir 3:0 sigur á Breiðabliki í kvöld. KR komst yfir með sjálfsmarki Kristins Jónssonar í fyrri hálfleik en leikurinn var í járnum fram á 86. mínútu þegar Kjartan Henry Finnbogason bætti við öðru marki.

Blikar enduðu leikinn manni færri eftir að Ingvar Þór Kale markvörður fékk rauða spjaldið skömmu fyrir leikslok. Bakvörðurinn Gísli Páll Helgason fór í markið þar sem Blikar höfðu notað allar sínar skiptingar, og hann þurfti að sækja boltann í netið seint í uppbótartíma eftir mark Þorsteins Más Ragnarssonar.

Dregið verður í 8 liða úrslitin í hádeginu á morgun og þá kemur í ljós hverjum KR-ingar mæta þar.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

KR: Hannes Þór Halldórsson - Haukur Heiðar Hauksson, Grétar S. Sigurðarson, Rhys Weston, Gunnar Þór Gunnarsson, Bjarni GUðjónsson, Baldur Sigurðsson, Viktor Bjarki Arnarsson, Kjartan Henry Finnbogason, Emil Atlason, Óskar Örn Hauksson.
Varamenn: Fjalar Þorgeirsson, Egill Jónsson, Þorsteinn Már Ragnarsosn, Dofri Snorrason, Aron Bjarki Jósepsson, Magnús Már Lúðvíksson, Guðmundur Reynir Gunnarsson.

Breiðablik: Ingvar Þór Kale - Gísli Páll Helgason, Sverrir Ingi Ingason, Renee Troost, Kristinn Jónsson, Finnur Orri Margeirsson, Tómas Óli Garðarsson, Andri Rafn Yeoman, Haukur Baldvinsson, Petar Rnkovic, Olgeir Sigurgeirsson.
Varamenn: Sigmar Ingi Sigurðarson, Sindri Snær Magnússon, Elfar Árni Aðalsteinsson, Rafn Andri Haraldsson, Jökull I Elísabetarson, Þórður Steinar Hreiðarsson, Guðmundur Pétursson.

KR 3:0 Breiðablik opna loka
90. mín. Kjartan Henry Finnbogason (KR) á skot framhjá Kjartan þrumaði í varnarmann og framhjá úr aukaspyrnunni. Blikar eru búnir með skiptingarnar sinar og því er Gísli Páll bakvörður kominn í markið.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert