Fram í viðræðum við sænskt félag um Lennon

Steven Lennon hefur verið mikið í umræðunni í félagaskiptaglugganum.
Steven Lennon hefur verið mikið í umræðunni í félagaskiptaglugganum. mbl.is/Óskar

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum mbl.is eru Framarar í viðræðum við sænskt úrvalsdeildarlið um kaup á skoska framherjanum Steven Lennon.

Einnig hefur lið frá Noregi áhuga á að fá Lennon til liðs við sig en samkvæmt heimildum mbl.is standa nú yfir samningaviðræður milli Fram og sænska liðsins sem er um miðja deild þar í landi. Svo gæti farið að gengið yrði frá málum á morgun.

Mbl.is hafði samband við Guðmund Torfason, varaformann knattspyrnudeildar Fram og formann meistaraflokksráðs, en hann vildi ekkert tjá sig um málið. „No comment,“ sagði Guðmundur.

Lennon hefur komið mikið við sögu í þessum félagaskiptaglugga sem nú er opinn en Framarar neituðu tilboði KR-inga í Skotann án þess að láta hann vita, að sögn Lennon.

Í útvarpsviðtali á X-inu sagðist Lennon vilja komast frá Fram til KR og hann væri ósáttur við forráðamenn Fram að hann hafi ekki fengið að vita af viðræðum félaganna um vistaskipti hans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert