Þrjú mörk Selfoss á 7 mínútum

Babacar Sarr úr Selfossi og Halldór Hermann Jónsson úr Fram.
Babacar Sarr úr Selfossi og Halldór Hermann Jónsson úr Fram. mbl.is/Golli

Selfoss tryggði sér mikilvæg stig í botnbaráttunni með 4:2 sigur á Fram á Selfossi í kvöld þegar leikin var 15. umferð Pepsi-deildar karla en fyrstu þrjú mörkin í leiknum skoruðu heimamenn á sjö mínútum.

 Leikurinn var í jafnvægi þar til á 36. mínútu að Jón Daði Böðvarsson kom Selfoss í forystu með þrumuskoti og fjórum mínútum síðar lagði hann upp mark fyrir Viðar Örn Kjartansson, sem afgreiddi boltann laglega í netið. Aðeins þrem mínútum síðar var Selfoss komið í 3:0 þegar Jon André Röyrane gernýtti sér mistök þegar varnarmenn Fram reyndu að gefa aftur á markvörð sinn.

 Gestirnir úr Safamýri tóku aðeins við sér við hvert mark og eftir hlé varð pressan enn meiri en Selfyssingar stóðu það af sér og voru frekar nær því að skora þegar Jon André Röyrane fékk galopið færi á 59. mínútu en í kjölfarið fylgdu góðar skyndisóknir Selfyssinga þar til Jón Daði skoraði aftur. Fram gafst ekki upp og Almarr Ormarsson skoraði tvö mörk í lokin en það dugði ekki til.

Selfoss og Fram mætast í 15. umferð úrvalsdeildar karla í fótbolta, Pepsi-deildarinnar, á Selfossvelli klukkan 19.15. Fylgst er með gangi mála hér á mbl.is.

Selfoss: Ismet Duracak (m) , Bernard Petrus Brons, Jón Daði Böðvarsson, Babacar Sarr, Viðar Örn Kjartansson, Egill Jónsson, Robert Sandnes, Stefán Ragnar Guðlaugsson, Tómas Leifsson, Jon André Röyrane, Endre Ove Brenne.

Varamenn: Gunnar Már Hallgrímsson (m), Dofri Snorrason, Ingólfur Þórarinsson,  Ólafur Karl Finsen, Hafþór Þrastarson, Ivar Skjerve, Marko Hermo.

Fram:  Ögmundur Kristinsson (m), Kristján Hauksson, Kristinn Ingi Halldórsson, Halldór Hermann Jónsson, Jón Gunnar Eysteinsson, Samuel Tillen, Almarr Ormarsson, Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, Samuel Hewson, Alan Lowing, Sveinbjörn Jónasson.

Varamenn: Denis Cardaklija, Daði Guðmundsson, Hlynur Atli Magnússon, Hólmbert Aron Friðjónsson, Orri Gunnarsson, Gunnar Oddgeir Birgisson, Stefán Birgir Jóhannesson.

Selfoss 4:2 Fram opna loka
90. mín. Leik lokið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert