Anna samdi við Selfyssinga

Anna Garðarsdóttir og Gunnar Rafn Borgþórsson, þjálfari Selfyssinga.
Anna Garðarsdóttir og Gunnar Rafn Borgþórsson, þjálfari Selfyssinga. Ljósmynd/selfoss.org

Úrvalsdeildarlið Selfyssinga í kvennaflokki í knattspyrnu fékk liðsauka í gær þegar Anna Garðarsdóttir, markahæsti leikmaður KR í Pepsi-deildinni á nýliðnu tímabili, samdi við félagið um að leika með því á næsta tímabili.

Þetta kemur fram á síðu stuðningsmanna Selfyssinga, selfoss.org.

Anna, sem er 24 ára miðjumaður, hefur leikið með HK/Víkingi, Val og Aftureldingu en gekk til liðs við KR fyrir síðasta tímabil og skoraði 7 mörk fyrir liðið í deildinni.

Selfyssingar komu á óvart með því að halda sæti sínu í deildinni á fyrsta ári en KR féll hinsvegar ásamt Fylki. Gunnar Rafn Borgþórsson, þjálfari Vals undanfarin tvö ár, var á dögunum ráðinn þjálfari Selfyssinga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert