Gunnleifur kynntur til sögunnar hjá Breiðabliki

Gunnleifur Gunnleifsson á landsliðsæfingu.
Gunnleifur Gunnleifsson á landsliðsæfingu. Ljósmynd/KSÍ

Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður FH undanfarin þrjú ár og fyrirliði Íslandsmeistaraliðs félagsins í ár, skrifaði í dag undir þriggja ára samning við Breiðablik en það var tilkynnt á fréttamannafundi sem nú stendur yfir í Smáranum.

Eins og áður hefur komið fram hér á mbl.is tók Gunnleifur ekki boði FH um nýjan samning til eins árs en Hafnarfjarðarfélagið býður ekki leikmönnum á þessum aldri lengri samninga eins og Heimir Guðjónsson þjálfari staðfesti í viðtali á X97,7 í gær.

Gunnleifur er 37 ára gamall og hefur lengst af leikið með HK, en einnig með Keflavík og KR í efstu deild, ásamt því að leika hálft tímabil með Vaduz frá Liechtenstein í efstu deild í Sviss.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert