Sverrir Garðarsson semur við Fylki

Sverrir Garðarsson semur við Fylki í dag.
Sverrir Garðarsson semur við Fylki í dag. Ljósmynd/fylkismenn.is

Varnarmaðurinn sterki Sverrir Garðarsson er genginn í raðir Fylkis en hann skrifaði undir eins árs samning við Árbæjarliðið í dag. Þetta kemur fram á fylkismenn.is.

Sverrir er uppalinn FH-ingur en fór ungur til Noregs þar sem hann var á mála hjá Molde. Hann kom síðan aftur í FH og var lykilmaður í FH liðinu árin 2003 og 2004 en síðara árið unnu FH-ingar sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil.

Sverrir gekk í raðir ÍBV síðastliðinn vetur og lék með liðinu í Lengjubikarnum. Hann yfirgaf þó herbúðir Eyjamanna í apríl og gekk til liðs við Hauka í 1. deildinni þar sem hann spilaði 15 leiki í deildinni á síðustu leiktíð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert