Ingvar Þór Kale til Víkings

Ingvar Þór Kale.
Ingvar Þór Kale. mbl.is/Eggert

Markvörðurinn Ingvar Þór Kale skrifaði í dag undir samning við Víking í Reykjavík og snýr því aftur til félagsins eftir fjögurra ára fjarveru og spilar með því í 1. deildinni á næsta ári. Þetta kemur fram á vef stuðningsmanna félagsins.

Ingvar, sem er 29 ára gamall, er uppalinn hjá Víkingi og lék með liðinu með smáhléum til 2008 en hann spilaði 25 leiki með liðinu í efstu deild 2006 og 2007. Hann hefur varið mark Breiðabliks frá 2009 og spilað 72 leiki með liðinu í úrvalsdeildinni en Ingvar varð bikarmeistari með Blikum 2009 og Íslandsmeistari 2010.

Breiðablik samdi í haust við Gunnleif Gunnleifsson landsliðsmarkvörð og þá var ljóst að Ingvar væri á förum frá Kópavogsliðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert