Scholz samdi við Lokeren

Alexander Scholz í leik með Stjörnunni.
Alexander Scholz í leik með Stjörnunni. mbl.is/Styrmir Kári

Danski knattspyrnumaðurinn Alexander Scholz, sem lék með Stjörnunni í sumar, er búinn að ganga frá samningi við belgíska félagið Lokeren til hálfs þriðja árs en Lokeren tilkynnt þetta á vef sínum fyrir stundu.

Scholz hefur þótt í hópi efnilegri knattspyrnumanna Dana síðustu ár og var í U19 ára landsliði þeirra en tók sér svo frí frá fótboltanum. Hann gekk síðan til liðs við Stjörnuna fyrir síðasta tímabil og var einn lykilmanna Garðabæjarliðsins í sumar. Scholz lék 21 af 22 leikjum Stjörnunnar í úrvalsdeildinni og skoraði 5 mörk en hann lék bæði í vörn og á miðju.

Á vef Lokeren kemur fram að Arnar Grétarsson, fyrrum leikmaður félagsins, hafi bent á Scholz sem áhugaverðan leikmann fyrir Lokeren.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert