Sandra Sif til Vålerenga

Sandra Sif Magnúsdóttir í leik með Breiðabliki gegn Stjörnunni.
Sandra Sif Magnúsdóttir í leik með Breiðabliki gegn Stjörnunni. mbl.is/Ómar

Sandra Sif Magnúsdóttir, knattspyrnukona úr Breiðabliki, er gengin til liðs við norska úrvalsdeildarliðið Vålerenga. Liðið varð í 8. sæti af 12 liðum í deildinni í fyrra. Sandra Sif er 24 ára gömul og hefur skorað 24 mörk í 106 leikjum með Breiðabliki í úrvalsdeildinni og þá á hún að baki 23 leiki með yngri landsliðum Íslands.

Enginn Íslendingur lék í norsku úrvalsdeildinni í fyrra en nú er orðin breyting á því. Fanndís Friðriksdóttir samdi við Kolbotn fyrr í vetur, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er komin til Arna-Björnar og þær Hólmfríður Magnúsdóttir, Guðbjörg Gunnarsdóttir, Þórunn Helga Jónsdóttir, Björk Björnsdóttir og Mist Edvardsdóttir spila með Avaldsnes. vs@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert