Kristján og Agnar til liðs við Fylki

Kristján Hauksson og Agnar Bragi Magnússon skrifa undir í dag.
Kristján Hauksson og Agnar Bragi Magnússon skrifa undir í dag. Ljósmynd/Twitter/Magnús Sigurbjörnsson

Fylkismenn fengu í dag mikinn liðsauka fyrir keppnina í Pepsi-deild karla í fótboltanum í sumar þegar varnarmennirnir Kristján Hauksson og Agnar Bragi Magnússon sömdu við Árbæjarfélagið.

Kristján hefur verið fyrirliði Fram undanfarin ár og á einnig að baki eitt tímabil með Fjölni í efstu deild. Hann er 27 ára og hefur spilað 128 leiki í úrvalsdeildinni. Framarar tilkynntu óvænt fyrir nokkrum vikum að þeir myndu ekki semja á ný við Kristján.

Agnar Bragi er 26 ára gamall, uppalinn Fylkismaður, en hefur spilað með Selfyssingum síðustu árin og lék 23 leiki með þeim í efstu deild 2010 og 2012. Áður hafði hann spilað einn leik með Fylkismönnum í deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert