Pape skrifaði undir hjá Víkingi

Pape Mamadou Faye í búningi Víkings í dag.
Pape Mamadou Faye í búningi Víkings í dag. Ljósmynd/Víkingur R.

Víkingur R., sem leikur í 1. deild, gekk í dag frá þriggja ára samningi við framherjann Pape Mamadou Faye sem lék með Grindavík í Pepsi-deildinni í fyrra.

Pape er uppalinn ÍR-ingur og síðan Fylkismaður og lék með Fylki í efstu deild 2009 og 2010 áður en hann gekk í raðir Leiknis í Breiðholti 2011. Hann spilaði svo með Grindavík eins og áður segir í fyrra og skoraði sex mörk í 17 leikjum í Pepsi-deildinni.

Hjá Víkingi hittir Pape aftur fyrir sinn gamla þjálfara, Ólaf Þórðarson, sem stýrði honum hjá Fylki.

Fyrsti leikur Pape verður einmitt gegn Grindavík á útivelli þegar Víkingar mæta þangað í heimsókn í fyrstu umferð á fimmtudaginn kemur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert