ÍBV fær varnarmann frá Barcelona

ÍBV fagnar marki á síðasta tímabili. Liðið er mjög breytt …
ÍBV fagnar marki á síðasta tímabili. Liðið er mjög breytt á þessu ári. mbl.is/Ómar

ÍBV hefur fengið góðan liðsauka fyrir baráttuna í Pepsi-deild kvenna sem hefst annað kvöld en spænski varnarmaðurinn Ana María Escribano López er gengin til liðs við félagið frá Spánarmeisturum Barcelona.

Ani, eins og hún er kölluð á Spáni, er 31 árs gömul og leikur með spænska landsliðinu. Hún hefur fengið keppnisleyfi og getur spilað með ÍBV gegn Stjörnunni í fyrstu umferð deildarinnar annað kvöld en liðin mætast þá í Garðabænum.

Ani er þriðji erlendi leikmaðurinn sem ÍBV fær fyrir þetta tímabil en áður voru komnar þær Nadia Lawrence frá Wales og Rosie Sutton frá Ástralíu. ÍBV hefur hinsvegar misst sjö leikmenn frá síðasta tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert