Víkingur og Stjarnan skildu jöfn í Ólafsvík

Nýliðar Víkings úr Ólafsvík eru ósigraðir í fimm leikjum í röð í Pepsi-deildinni í fótbolta en þeir gerðu jafntefli við Stjörnuna, 1:1, á heimavelli í dag. Alfreð Már Hjaltalín kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik en Garðar Jóhannsson jafnaði metin með glæsilegu marki í þeim síðari.

Mikill hiti var í leiknum og fékk Hörður Árnason, bakvörður Stjörnunnar, rautt spjald fyrir gróft brot á Farid Zato, leikmanni Ólsara. Hann hafði áður komið inn á sem varamaður. Lítið var um færi í annars miklum baráttuleik og jafntefli sanngjörn niðurstaða í Ólafsvík.

Stjarnan er með 27 stig í 2. sæti en Ólsarar eru í 9. sæti með tíu stig eftir leikinn en öðrum leikjum er ólokið í kvöld.

Nánari umfjöllun um leikinn verður í Morgunblaðinu í fyrramálið en myndbandsviðtöl koma inn á mbl.is síðar í kvöld.

Lið Víkings Ó.: (4-5-1) Mark: Einar Hjörleifsson. Vörn: Emir Dokara, Kiko Insa, Damir Muminovic, Samuel Jiminez. Miðja: Alfreð Már Hjaltalín, Björn Pálsson, Farid Zato, Eldar Masic, Antonio Espinosa. Sókn: Guðmundur Magnússon
Varamenn: Sergio Lvoves Ferreiro (m), Tomasz Luba, Steinar Már Ragnarsson, Eyþór Helgi Birgisson, Guðmundur Steinn Hafsteinsson, Juan Manuel Torres, Fannar Hilmarsson. 

Lið Stjörnunnar: (4-4-2) Mark: Ingvar Jónsson. Vörn: Jóhann Laxdal, Daníel Laxdal, Martin Rauschenberg, Robert Sandnes. Miðja: Kennie Chopart, Atli Jóhannsson, Michael Præst, Gunnar Örn Jónsson. Sókn: Veigar Páll Gunnarsson, Garðar Jóhannsson.
Varamenn: Arnar Darri Pétursson (m), Tryggvi Sveinn Bjarnason, Hörður Árnason, Þorri Geir Rúnarsson, Ólafur Karl Finsen, Aron Grétar Jafetsson, Baldvin Sturluson.

Víkingur Ó. 1:1 Stjarnan opna loka
90. mín. Ólafur Karl Finsen (Stjarnan) á skot framhjá +1. Stjarnan fær aukaspyrnu rétt fyrir utan teig, hægra megin. Frábært skotfæri fyrir Garðar en Ólafur Karl tekur spyrnuna og boltinn hafnar í hliðarnetinu.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert