FH sektað um 40 þúsund krónur

Jón Rúnar Halldórsson formaður knattspyrnudeildar FH.
Jón Rúnar Halldórsson formaður knattspyrnudeildar FH. Ljósmynd/fh.is

Á fundi Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ í gær var var samþykkt að sekta knattspyrnudeild FH um 40.000 krónur vegna ummæla formanns og varaformanns FH eftir leik FH og Vals í Pepsi-deild karla sem fram fór 16. september.

Þeir Jón Rúnar Halldórsson formaður knattspyrnudeildar FH og Lúðvík Arnarson varaformaður fóru mikinn eftir leikinn við Val þar sem þeir sökuðu Börk Edvardsson formann knattspyrnudeildar Vals  um að taka sér sjálfur sinn skerf af kaupverði vegna félagaskipta en eftir leikinn birti mbl.is myndskeið af uppákomunni í Kaplakrika.

Seinna um kvöldið sendu þeir frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem ummælin voru hörmuð. Sögðust þeir í engu geta varið það sem sagt hefði verið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert