Veðurspáin fyrir föstudag batnar enn

Hitadúkur hlífir Laugardalsvelli frá frosti og snjó.
Hitadúkur hlífir Laugardalsvelli frá frosti og snjó. mbl.is/Rósa Braga

Veðurútlitið fyrir föstudagskvöldið, þegar Ísland tekur á móti Króatíu á Laugardalsvellinum í fyrri umspilsleiknum um sæti á HM karla í knattspyrnu í Brasilíu 2014, heldur áfram að batna.

Samkvæmt langtímaspá yr.no verður enn minni vindur en áður var spáð. Eins og í gær er reiknað með eins stigs hita í Reykjavík á föstudagskvöldið ásamt lítilli úrkomu, en nú hefur vindinn lægt umtalsvert, eða niður í aðeins 7 metra á sekúndu. Í gær var reiknað með að vindstyrkurinn yrði 11 metrar á sekúndu. Sú úrkoma sem fellur seinnipart dags og um kvöldið verður á mörkum þess að vera rigning, slydda eða snjór.

Langtímaspá yr.no.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert