Tapa KR-ingar fjórða úrslitaleiknum í röð?

Bjarni Guðjónsson fagnar hér sem fyrirliði KR en hann nú …
Bjarni Guðjónsson fagnar hér sem fyrirliði KR en hann nú orðinn þjálfari Framara. mbl.is/Eggert

KR og Fram mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í knattspyrnu í Egilshöllinni í kvöld og hefst rimma liðanna klukkan 19.

KR lagði Fylki, 3:1, í undanúrslitum og Fram hafði betur á móti Val með sömu markatölu.

KR hefur 12 sinnum hampað Reykjavíkurmeistaratitlinum en Fram hefur 8 sinnum orðið Reykjavíkurmeistari. KR-ingar hafa tapað þremur úrslitaleikjum í röð á Reykjavíkurmótinu en í fyrra biðu þeir lægri hlut fyrir Leiknismönnum.

Bjarni Guðjónsson sem hefur verið fyrirliði KR-inga undanfarin ár er nú orðinn þjálfari Framara og það verður fróðlegt að sjá hvort honum tekst að leggja sína gömlu félaga. Liðin áttust við í riðlakeppni Reykjavíkurmótsins hinn 23. síðasta mánaðar og þá höfðu KR-ingar betur, 3:2.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert