Aftur unnu FH-ingar

Atli Viðar Björnsson i baráttu við leikmann Glenavon.
Atli Viðar Björnsson i baráttu við leikmann Glenavon. mbl.is/Styrmir Kári

FH-ingar eru komnir í aðra umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA eftir að hafa unnið Glenovan, 3:2, í seinni leik liðanna í Lurgan á Norður-Írlandi í kvöld. FH-ingar höfðu einnig betur í fyrri leiknum á eigin heimavelli, 3:0, og komust því örugglega áfram, 6:2, samtals í leikjunum tveimur.

FH-liðið byrjaði leikinn af krafti í dag og Ingimundur Níels Óskarsson skoraði strax eftir þriggja mínútna leik. Kristján Gauti Emilsson bætti öðru marki við á 37. mínútu. Staðan því afar vænleg í hálfleik. 

Leikmenn Glenovan bitu aðeins frá sér í síðari hálfleik og jöfnuðu metin með tveimur mörkum með tveggja mínútna millibili. Kevin Braniff skoraði á 58. mínútu og Eoin Bradley tveimur mínútum síðar. 

Eftir það áttu bæði lið möguleika á að bæta við mörkum en það voru FH-ingar sem voru lánsamari upp við markið. Kristján Gauti bætti öðru marki sínu við í leiknum á 69. mínútu úr vítaspyrnu sem hann vann sjálfur.

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Hægt er að fylgjast með öllu í leikjum dagsins og kvöldsins með því að smella á ÍSLENSKI BOLTINN Í BEINNI.

Glenavon 2:3 FH opna loka
90. mín. FH fær hornspyrnu +2
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert