Öruggur sigur Víkings á Fram

Michael Abnett úr Víkingi og Arnþór Ari Atlason úr Fram …
Michael Abnett úr Víkingi og Arnþór Ari Atlason úr Fram í leik liðanna í kvöld. mbl.is/Styrmir Kári

Víkingur vann í kvöld öruggan þriggja marka sigur á Fram í Laugardalnum, 3:0, þar sem fyrirliði Víkings, Igor Taskovic, skoraði tvö marka liðsins. Fram tókst þrátt fyrir að fá á sig þrjú mörk að halda út fram á 66. mínútu leiksins. En eftir fyrsta mark Víkings opnuðust flóðgáttirnar.

Leikmenn Víkings hófu leikinn af miklum krafti og strax eftir 48 sekúndur leikinn áttu þeir fyrsta skot að marki. Þar var um að ræða langskot, en flest fjórtán skota Víkings í fyrri hálfleik voru af þeirri gerðinni. Á tíma var eins og Víkingur væri með skotæfingu í gangi á Laugardalsvellinum. Aron Elís komst næst því að skora þegar fínt skot hans fór hárfínt framhjá marki Víkings.

Það var ekki fyrr en eftir tíu mínútna leik sem leikmönnum Fram óx ásmegin og þeir hófu sóknarleik. á 25. mínútu fékk Haukur Baldvinsson dauðafæri rétt fyrir utan markteig Víkings en skot hans fór himinhátt yfir markið. Þá átti Aron Þórður Albertsson glæsilegt skot rétt fyrir utan vítateig Víkings hægra megin á vellinum. Hann tók boltann með vinstri fæti og skrúfaði honum upp í markvinkilinn vinstra megin. Allt leit út fyrir mark áður en Ingvar Þór Kale varði glæsilega í horn.

Í síðari hálfleik fékk Ingiberg Ólafur Jónsson dauðafæri í miðjum vítateig Víkings eftir hornspyrnu en skaut hátt yfir markið. Þar voru Víkingar heppnir að lenda ekki undir.

Heldur dró til tíðinda á 66. mínútu þegar Pape Mamadou Faye kom boltanum á Igor Taskovic sem var vinstra megin í vítateig Fram. Igor lék listilega á varnarmann Fram, komst í upplagt færi, hamraði á markið og skoraði. Mjög vel gert. Fínasta einstaklingsframtak hjá Igor, sem skoraði einmitt sigurmark Víkings í síðasta leik.

Igor var aftur á ferðinni á 78. mínútu þegar Aron Elís Þrándarson rúllaði boltanum á hann þar sem Igor stóð við vítateigslínuna. Igor beið ekki boðanna heldur lét vaða á markið, og hafnaði hann í netinu, hægra megin í markinu, upp við stöng.

Það var svo Tómas Guðmundsson sem gerði út um vonir Fram á 86. mínútu þegar hann stangaði knöttinn inn af stuttu færi eftir sendingu frá Kjartan Dige af hægri kanti.

Eftir leikinn situr Fram sem fastast á botni deildarinnar með 9 stig, eins og Þór, en Víkingur færðist upp fyrir KR í þriðja sæti deildarinnar með 25 stig. KR er hins vegar enn að spila sinn leik gegn Breiðablik og fari KR með sigur úr þeim leik verða liðin jöfn að stigum á ný.

Fylgjast má með öllum fréttum og því sem gerist í íslenska fótboltanum í dag með því að smella á ÍSLENSKI BOLTINN Í BEINNI.

Fram 0:3 Víkingur R. opna loka
90. mín. Leik lokið Ekkert markvert gerðist eftir þriðja mark Víkings.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert