Seigla FH skilaði sigri í Árbænum

Kristján Valdimarsson í baráttu við Ingimund Níels Óskarsson í kvöld.
Kristján Valdimarsson í baráttu við Ingimund Níels Óskarsson í kvöld.

Ekki var mikið um fína drætti í Árbænum í kvöld þegar topplið FH sótti Fylki heim í efstu deild karla í knattspyrnu. Að vísu voru nokkur ágæt færi en leikurinn var í samræmi við veðrið, þreytt og drungalegt, en þrautreyndum FH-ingum tókst að skora undir lokin og vinna 2:0.

Gestirnir úr Hafnarfirði byrjuðu vel en þegar leið á fyrri hálfleikinn dró úr þeim krafti svo Árbæingar áttu alveg jafn mikið í leiknum. Engu að síður áttu FH-ingar tvö góð færi en fóru illa með þau.

Svipað var upp á teningnum í seinni hálfleik en sókn FH þyngdist þó mikið þegar leið á síðari hálfleik.   Mark lá í loftinu og Ingimundur Níels Óskarsson skoraði fyrst eftir frábæra sendingu Atla Guðnasonar og í lokin þrumaði Emil Pálsson í netið frá vítateigsboganum.

Með sigrinum er FH enn ósigrað lið og halda þétt í efsta sæti deildarinnar en Fylkir er enn í tíunda sætinu með 11 stig.

Fylgjast má með öllum fréttum og því sem gerist í íslenska fótboltanum í dag með því að smella á ÍSLENSKI BOLTINN Í BEINNI.

Fylkir 0:2 FH opna loka
90. mín. Leik lokið + 3.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert