ÍA í efstu deild á nýjan leik

Skagamenn fagna sætinu í Pepsi-deild í Laugardalnum í kvöld.
Skagamenn fagna sætinu í Pepsi-deild í Laugardalnum í kvöld. mbl.is/Ómar

ÍA endurheimti í kvöld sæti sitt í Pepsi-deildinni í knattspyrnu karla með því að leggja KV, 2:0, á Þróttarvelli í Laugardal. ÍA er í öðru sæti deildarinnar með 42 stig, 10 stigum meira en Víkingur Ólafsvík sem er í þriðja sæti. Tapið þýðir að KV leikur að öllum líkindum í 2. deild á næsta keppnistímabili eftir eins árs veru í 1. deild.

Bæði mörk ÍA voru skoruð í fyrri hálfleik. Jón Vilhelm Ákason skoraði það fyrra á 35. mínútu og Garðar Bergmann Gunnlaugsson það síðara aðeins mínútu síðar.

Þá gerði Haukar og Selfoss jafntefli, 1:1, á Schenkervellinum á Ásvöllum. Ásgeir Ingólfsson kom Haukum yfir á 53. mínútu. Þorsteinn Daníel Þorsteinsson jafnaði metin fyrir Selfoss sjö mínútum síðar. Bæði lið eru sloppin úr fallhættu eftir úrslit kvöldsins.

Eina von KV um að halda sæti sínu í deildinni er fólgin í því að liðið vinni Víking Ó. og Þrótt í síðustu tveimur umferðunum en BÍ/Bolungarvík tapi fyrir Víkingi Ó., Þrótti R. og HK.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert