Ólafur og Milos áfram með lið Víkings

Ólafur Þórðarson, fyrir miðju, og Milos Milojevic, lengst til hægri.
Ólafur Þórðarson, fyrir miðju, og Milos Milojevic, lengst til hægri. Ómar Óskarsson

Víkingur hefur náð samkomulagi við Ólaf Þórðarson og Milos Milojevic um að þeir verði áfram við stjórnvölinn og stýri liðinu næstu tvö árin.

Sú breyting verður á samstarfi þeirra að Milos, sem hefur verið aðstoðarþjálfari liðsins, mun nú verða aðalþjálfari með Ólafi.

Þeir hafa starfað saman hjá Víkingi í tvö ár. Undir þeirra stjórn vann liðið sér sæti í Pepsi-deildinni í fyrra og liðið er sem stendur í fjórða sæti deildarinnar og á mjög góða möguleika á að vinna sér sæti í Evrópukeppninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert