Bjarni: Vel varið hjá Kassim

Bjarni Guðjónsson, þjálfari Framara, segist geta tekið margt jákvætt út úr leik sinna manna þrátt fyrir að það hafi tapað 4:2 fyrir FH-ingum í Kaplakrika í dag.

„Við byrjuðum vægast sagt illa og gerðum mistök sem lið eins og FH refsar grimmilega fyrir. Eftir það fannst mér við ná ágætum tökum á varnarleiknum. Við byrjuðum seinni hálfleikinn vel og náðum að setja á þá pressu,“ sagði Bjarni við mbl.is en hann vildi meina að sínir menn hefðu átt að fá tvær vítaspyrnur í leiknum.

„Guðmundur Steinn var togaður niður í fyrri hálfleiknum og þetta var vel varið hjá Kassim í seinni hálfleik,“ sagði Bjarni en í stöðunni 2:1 vildu Framarar fá vítaspyrnu þar sem þeir töldu að Kassim Doumbia hefði varið boltann með hendinni innan vítateigs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert