Ásgerður: Unnum grimmt að þessu frá 2009

„Lykillinn að þessum titlum felst í gríðarlega mikilli vinnu og aga hjá leikmönnum, þjálfurum, stjórninni og öllum sem koma að þessu liði. Ég er gríðarlega þakklát fyrir að tilheyra þessu félagi,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir fyrirliði knattspyrnuliðs Stjörnunnar eftir að Íslandsmeistaratitillinn var í höfn í dag.

Stjarnan vann tvöfalt í ár og hefur unnið fimm stóra titla á síðustu þremur árum, en það eru allir titlarnir í sögu liðsins.

„Við erum búnar að vinna að þessu lengi. Þetta gerðist ekki bara þegar við unnum fyrsta titilinn. Við unnum grimmt að þessu frá árinu 2009 og settum okkur markmið strax. Það var engin tilviljun að við skyldum landa fyrsta titlinum, og að nú séu komnir fimm á þremur árum,“ sagði Ásgerður Stefanía. Nánar er rætt við hana í meðfylgjandi myndbandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert