Markahrókar hópast að

Pape Mamadou Faye skoraði mest fyrir Víking á síðasta tímabili.
Pape Mamadou Faye skoraði mest fyrir Víking á síðasta tímabili. mbl.is/Golli

Það sem plagaði Víkinga helst á annars frábæru tímabili nýliða í Pepsi-deildinni í knattspyrnu á síðustu leiktíð, var skortur á markaskorurum. Liðið skoraði aðeins 25 mörk í 22 leikjum, næstfæst mörk á eftir botnliði Þórs.

Ekki bætir úr skák að nú er Aron Elís Þrándarson farinn til Noregs í atvinnumennsku. Pape Mamadou Faye skoraði 8 mörk en aðrir voru lítið í því að skora síðasta sumar, og Ólafi Þórðarsyni þjálfara varð tíðrætt um það í viðtölum. Engu að síður náði liðið 4. sæti og komst í forkeppni Evrópudeildarinnar.

Í vetur hefur liðið sankað að sér leikmönnum og er hvergi nærri hætt. Þessir leikmenn eiga það margir hverjir sameiginlegt að hafa skorað grimmt fyrir sín lið, en í neðri deildum. Hvort einhverjir þeirra séu svarið við vandræðum Víkinga verður að koma í ljós, og sumir eru ungir og hugsaðir til framtíðar, en listinn yfir nýja leikmenn er orðinn langur og athyglisverður.

Fyrst ber þó að nefna að fyrirliðinn Igor Taskovic hefur ákveðið að leika með Víkingi eitt ár til viðbótar. Það eru frábærar fréttir fyrir Víking. 

Sjá fréttaskýringuna um Víking í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert