Reynir fyrir sér í Noregi

Birna Kristjánsdóttir.
Birna Kristjánsdóttir. Ljósmynd/breidablik.is

Birna Kristjánsdóttir knattspyrnumarkvörður hefur verið til reynslu hjá norska liðinu Grand Bodö sem féll úr norsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Birna var einn margra leikmanna sem æfðu með liðinu um liðna helgi en óvissa ríkir um framhaldið.

Birna var hjá Val síðasta sumar en var áður hjá Breiðabliki og vann sér sæti í A-landsliðinu 2013 áður en hún meiddist illa í hné.

„Ég vil gjarnan komast aftur í landsliðið og vinn að því. Stelpurnar í Grand hafa verið mjög hressar og tekið vel á móti mér. Ég talaði líka við Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur sem hafði bara jákvæða hluti að segja um félagið og bæinn,“ sagði Birna en Gunnhildur lék með Grand Bodö á seinni hluta síðustu leiktíðar áður en hún samdi við silfurlið Stabæk.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert