Ólafur skoraði fyrsta markið 2015 - og síðasta 2014

Ólafur Karl Finsen.
Ólafur Karl Finsen. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Ólafur Karl Finsen tryggði Stjörnunni Íslandsmeistaratitilinn síðasta haust með síðasta marki Íslandsmótsins 2014, gegn FH. Nú hefur hann skorað fyrsta mark Íslandsmótsins 2015.

Magnað afrek hjá þessum öfluga sóknarmanni Stjörnunnar. Glæsileg aukaspyrna gegn ÍA á Akranesi og staðan 1:0 fyrir Íslandsmeistarana gegn nýliðunum. Markið skoraði hann á 23. mínútu leiksins.

Ólafur skoraði þarna sitt 19. mark í efstu deild en hann er þriðji markahæsti Stjörnumaðurinn frá upphafi. Aðeins Halldór Orri Björnsson (47) og Garðar Jóhannsson (32) hafa skoraði fleiri fyrir félagið.

Fylgst er með öllu sem gerist í kringum fyrstu fjóra leiki Íslandsmótsins 2015 í beinu lýsingunni sem þið smellið á hér: ÍSLENSKI BOLTINN Í BEINNI.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert