„Við spiluðum þetta upp í hendurnar á þeim“

„Frammistaðan var engan veginn nógu góð í dag. Fjölnir var mikið betra liðið og þeir áttu skilið að vinna þennan leik, það er engin spurning. Við spiluðum þetta upp í hendurnar á þeim svolítið,“ sagði Jóhannes Harðarson við mbl.is í kvöld.

Eyjamenn virkuðu heldur óskipulagðir á Fjölnisvellinum í kvöld á meðan heimamenn spiluðu afar árangursríkan fótbolta.

Þrátt fyrir tap í kvöld þá var hægt að taka margt jákvætt úr leiknum. Devon Már Griffin spilaði í hægri bakverði hjá liðinu, en hann er fæddur árið 1997 og var að leika í nýrri stöðu.

„Devon er feykilegt efni og þannig lagað í nýrri stöðu í dag í hægri bakverðinu. Hann gerir vel, en var óheppinn með tæklingu og höfuðmeiðsl þannig við tókum hann útaf. Guðjón Orri var mjög öflugur í markinu,“ sagði hann ennfremur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert