Atli klifrar upp markalistann

Atli Guðnason í baráttu við Skúa Jón Friðgeirsson.
Atli Guðnason í baráttu við Skúa Jón Friðgeirsson. mbl.is/Golli

FH-ingurinn Atli Guðnason heldur áfram að klifra upp markalista efstu deildar karla í knattspyrnu eftir að hafa skorað tvívegis í sigrinum á KR í Vesturbænum í fyrrakvöld.

Atli hefur með þessu skorað 55 mörk í deildinni og er þriðji markahæstur FH-inga þar frá upphafi. Aðeins Atli Viðar Björnsson (98) og Hörður Magnússon (84) hafa skorað fleiri mörk fyrir Hafnarfjarðarfélagið í deildinni.

Atli er nú í 32.-34. sæti á markalistanum frá upphafi, jafn Atla Eðvaldssyni, sem lék með Val og KR á sínum tíma, og Keflvíkingnum Herði Sveinssyni, sem skoraði sitt 55. mark í leiknum við Víking á sunnudaginn.

Þá hefur Atli skorað sjö af þessum 55 mörkum í leikjum gegn KR en hann hefur einu sinni áður skorað tvö mörk í viðureign liðanna í deildinni.

Meira í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert