Ísland stendur í stað á FIFA-listanum

Ragnar Sigurðsson, Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson fagna …
Ragnar Sigurðsson, Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson fagna marki gegn Hollendingum. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu stendur í stað á nýjum styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins sem gefinn var út í morgun.

Íslendingar eru í 38. sæti listans, af 209 þjóðum sem á honum eru, einu sæti fyrir ofan Svía en litlar breytingar hafa orðið á listanum á milli mánaða. Topp tíu listinn er óbreyttur en Þýskaland er í efsta sæti og á eftir koma Argentína, Belgía, Kólumbía, Brasilía, Holland, Portúgal, Úrúgvæ, Sviss og Spánn sem er í 10 sætinu.

Tékkar, andstæðingar Íslendinga í undankeppni EM á Laugardalsvellinum 12. júní, fara upp um eitt sæti og eru í 18. sæti á styrkleikalistanum.

Innan Evrópu er Ísland áfram í 23. sæti af 54 aðildarþjóðum UEFA.

Allur styrkleikalistinn

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert