Þórir með eina markið í Grafarvogi

Úr leik Fjölnis og Keflavíkur í kvöld.
Úr leik Fjölnis og Keflavíkur í kvöld. Kristinn Ingvarsson

Fjölnir og Keflavík mættust í fjórðu umferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, Pepsi-deildarinnar, á Fjölnisvellinum í Grafarvogi i klukkan 19.15. Úrslitin réðust á 82. mínútu þegar Þórir Guðjónsson skoraði eina mark leiksins fyrir Fjölni úr vítaspyrnu. Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Ekkert dauðafæri leit dagsins ljós í fyrri hálfleik en hann var þó fjörugri en seinni hálfleikur sem var nánast steindauður þar til á 81. mínútu þegar boltinn small í hönd Magnúsar Þóris innan vítateigs. Valgeir dæmdi vítaspyrnu sem Þórir Guðjónsson skoraði af öryggi úr. Eina mark leiksins.

Fjölnismenn eru í fínum með málum með 7 stig að loknum fjórum umferðum en hafa reyndar spilað þrjá leiki á heimavelli. Keflvíkingar eru ennþá aðeins með eitt stig eftir fjórar umferðir og þurfa að fara að hefja stigasöfnun. Þeir áttu reyndar skilið stig í kvöld þar sem allt stefndi í markalaust jafntefli en svo fór þó ekki.

Þá var fylgst með öllum leikjum kvöldsins á einum stað í ÍSLENSKA BOLT­AN­UM Í BEINNI hér á mbl.is.

Fjölnir 1:0 Keflavík opna loka
90. mín. Einar Orri Einarsson (Keflavík) fær gult spjald Fyrir brot
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert