Íslenski boltinn í beinni - fimmta umferð hefst

Eyjamennn eiga erfitt verkefni fyrir höndum í Frostaskjóli.
Eyjamennn eiga erfitt verkefni fyrir höndum í Frostaskjóli. Eggert Jóhannesson

Þremur leikjum úr fimmtu umferð Pepsi-deildar karla lauk í kvöld, en KR vann mikilvægan sigur á ÍBV 1:0.

Óskar Örn Hauksson skoraði sigurmark KR gegn ÍBV á KR-velli. Markið kom á 79. mínútu leiksins með skalla og reyndist það eina mark leiksins. KR því komið á toppinn með 10 stig á meðan ÍBV er með 1 stig eftir fyrstu fimm leikina.

Valur og Fjölnir gerðu 3:3 jafntefli á Hlíðarenda, en öll mörkin komu í fyrri hálfleik. Bjarni Ólafur Eiríksson kom heimamönnum yfir snemma leiks áður en Aron Sigurðarson skoraði mark sem er líklegt til árangurs í keppninni um fallegasta markið.

Þórir Guðjónsson kom Fjölnismönnum svo yfir áður en Baldvin Sturluson jafnaði. Patrick Pedersen kom þá Valsmönnum aftur yfir áður en Emil Pálsson jafnaði undir lok fyrri hálfleiks, en meira var ekki skorað í leiknum.

Fylkir sigraði þá Keflavík 3:1 á Nettóvellinum. Markalaust var í hálfleik, en í byrjun síðari hálfleiks skoraði Andrés Már Jóhannesson fyrir Fylki áður en Albert Brynjar Ingason bætti við öðru úr vítaspyrnu. Magnús Sverrir Þorsteinsson minnkaði muninn áður en Oddur Ingi Guðmundsson gulltryggði svo sigur Fylkismanna. Keflavík í slæmri stöðu eftir fimm leiki, meðan með 1 stig á meðan Fylkir er með 8 stig í 3. sæti.

Fylgst var með gangi mála í ÍSLENSKA BOLTANUM Í BEINNI hér á mbl.is.

Úrslit dagsins:

KR 1:0 ÍBV
(Óskar Örn Hauksson 79.)

Valur 3:3 Fjölnir
(Bjarni Ólafur Eiríksson 10., Baldvin Sturluson 32., Patrick Pedersen 34. - Aron Sigurðarson 21., Þórir Guðjónsson 28., Emil Pálsson 43. )

Keflavík 1:3 Fylkir
(Magnús Sverrir Þorsteinsson 61. - Andrés Már Jóhannesson 53., Albert Brynjar Ingason 58. víti, Oddur Ingi Guðmundsson 70. )

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert