Ánægjuleg stund fyrir mig

Ólafur Karl Finsen með boltann en Þórarinn Ingi Valdimarsson og …
Ólafur Karl Finsen með boltann en Þórarinn Ingi Valdimarsson og Sam Hewson fylgjast með. mbl.is/Kristinn

Það var einhvern veginn skrifað í skýin að Malímaðurinn Kassim Doumbia, miðvörður FH-inga, myndi láta til sín taka gegn Stjörnumönnum þegar FH sótti Íslandsmeistarana heim í stórleik Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í gærkvöld. Kassim lék sinn fyrsta leik eftir að hafa afplánað fjögurra leikja bann sem hann var úrskurðaður í eftir dramatíska úrslitaleikinn í fyrra þar sem Stjörnumenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn. Malímaðurinn tryggði FH jafntefli þegar hann jafnaði metin með skalla eftir hornspyrnu og minnstu mátti muna að hann endurtæki leikinn undir lok leiksins.

,,Það var hrikalega gaman að mæta aftur út á völlinn eftir að hafa verið í banni í fjóra leiki. Ég var mjög spenntur fyrir leiknum og eins og leikurinn spilaðist þá fannst mér við eiga skilið að vinna. Við vorum betra liðið og fengum fleiri færi. Það var mjög ánægjuleg stund fyrir mig að skora markið og strákarnir voru búnir að segja við mig fyrir leikinn að ég myndi örugglega skora. Ég var óheppinn að skora ekki sigurmarkið undir lokin,“ sagði Kassim Doumbia við Morgunblaðið.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag þar sem fjallað er ítarlega um leiki gærkvöldsins í Pepsideild karla í knattspyrnu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert