Búið að upphefja þessi lið of mikið

„Það er með ólíkindum að við skyldum vera 3:0 undir í hálfleik miðað við hvernig leikurinn spilaðist. Ég var mjög ánægður með mitt lið í hálfleik og fannst við vera betri, en það þarf að hafa einbeitingu í þessum föstu leikatriðum,“ sagði Ólafur Tryggvi Brynjólfsson, þjálfari Vals, eftir 6:0-tapið gegn Breiðabliki í Pepsideild kvenna í knattspyrnu í kvöld.

Ólafur var sérstaklega óhress með það að Valur skyldi fá á sig þrjú mörk úr hornspyrnum í leiknum. Hann segir að Valsliðið þurfi ekkert annað en betra hugarfar til að standa í sama þrepi og Breiðablik, Selfoss og Stjarnan, sem hafa unnið Val í síðustu leikjum. Rætt er við Ólaf í meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert