Stór áfangi hjá Ólafi

Ólafur Páll Snorrason á fullri ferð í leiknum gegn FH.
Ólafur Páll Snorrason á fullri ferð í leiknum gegn FH. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Ólafur Páll Snorrason, spilandi aðstoðarþjálfari Fjölnis, náði stórum áfanga þegar Grafarvogsliðið tók á móti fyrrverandi félögum hans í FH í tíundu umferð  Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í gærkvöld.

Ólafur lék þar sinn 200. leik í efstu deild hér á landi en hann er langleikjahæstur af þeim sem skipa Fjölnisliðið í ár.

Hann hefur spilað stærstan hluta leikjanna fyrir FH, 127 talsins, en einnig 30 fyrir Fjölni, 29 fyrir Fylki og 14 fyrir Val. Fyrir utan þessa 200 leiki á Ólafur að baki 38 leiki í neðri deildum Íslandsmótsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka