Eyjamenn krækja í Spánverja

José Vegara við undirskriftina í dag.
José Vegara við undirskriftina í dag. ÍBV

ÍBV í Pepsi-deild karla í knattspyrnu samdi í dag við spænska framherjann, José Enrique Vegara Seoane, en samningur hans gildir til loka tímabilsins.

Vegara, sem er 26 ára gamall, kemur frá Spáni, en hann er einnig með bandarískt vegabréf.

Hann var á reynslu hjá Eyjamönnum fyrr í sumar, en hann þótti standa sig afar vel á æfingum og var því í kjölfarið ákveðið að semja við hann.

Hann hefur undanfarin ár spilað í Bandaríkjunum með San Jacinto og Austin Aztex, en ljóst er að þetta gæti orðið mikill fengur fyrir Eyjamenn.

Hann fær leikheimild 15. júlí með Eyjamönnum, en þá opnar félagaskiptiglugginn hér á landi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert