Gáfum að minnsta kosti tvö mörk

„Við erum allir svekktir með þennan dag, frammistaðan var einfaldlega ekki nógu góð,“ sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis, eftir 4:0-tap sinna manna gegn ÍBV í átta liða úrslitum bikarkeppni karla í knattspyrnu.

„Við mættum baráttuglöðu Eyjaliði eins og við áttum von á. Fyrri hálfleikur var í járnum en við vorum ákveðnir að koma grimmir inn í seinni hálfleik. Við gefum hins vegar að minnsta kosti tvö ódýr mörk og það setur þá í góða stöðu,“ sagði Ásmundur, en nánar er rætt við hann í meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert